Frábær ríkisstjórn !!

Já þetta er aldeilis frábært hvernig þessi ríkisstjórn er búin að standa sig.  Öll þessi góðu mál sem hún er búin að ná í gegn, skuldir heimilanna eru að minnka og atvinnuleysi á leiðinni niður.

Eða nei bíddu það er ekki neitt búið að gera.

  • Ekki er búið að finna lausn á hvernig á að takast á við verðtryggðar skuldir heimila.
  • Ekki er búið að samþykkja sérlög um séreignarsparnað.
  • Það er engin áætlun komin um það hvernig bjarga fyrirtækjum.
  • Atvinnuleysi er ennþá að aukast.
  • Niðurskurður í heilbrigðisgeiranum skilar sér t.d í því að búið er að segja upp öllu sérlærðu hjúkrunarfólki í neyðarmóttöku vegna nauðgana.  Góð leið til að spara 20 milljónir á ári ( Nei)

En það er verið að klára eftirfarandi eða leggja fram 

  • Seðlabankafrumvarp sem líklegast var samið í bíl á leiðinni niður á þing kallar það ekki á gamaldags spillingu að forsætisráðherra ,hvort sem það er kona eða karl þar, skipi 4 af 5 bankanefndarmönnum.
  • Frumvarp til að innleiða  "Sænsku leiðina" þetta er mál sem VG eru búnir að vera reyna að koma í gegn í þónokkurn tíma en aldrei gengið.  Þannig núna þegar þeir eru í stjórn í smá tíma þá skjótast þeir í þetta.  Afverju beina þeir ekki öllum sínum kröftum í að leysa vandamál heimila og fyrirtækja.  Þetta er mál sem líklegast má bíða í nokkra mánuði.  Staðreyndin er þessi ef það er eftirspurn þá er framboð þannig að þessi lög gera ekki neitt annað en að fara með vændi undir yfirborðið og það kallar á meiri glæpi.  Svo efast ég líka um að lögreglan ráði yfir nægum mannafla  eða fé til að takast á við þetta, þeir eiga meira segja í vandræðum með að fjármagna eldsneyti á bílana hjá sér.

 

Nei ég held að nú sé komið nóg ég vil minna á að í núverandi verðbólgu þá kostar hver mánuður hjá fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir í verðtryggðu húsnæðisláni 300.000 krónur þetta gerir 10.000 krónur á dag peningar sem fara út um gluggann.

 

Með þessu vil ég kveðja,

Stefán G.


mbl.is Seðlabankafrumvarp afgreitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Taktu eftir,að um leið og við losnum við hryðjuverkamanninn úr Seðlabankanum,þá verða miklar breytingar til góðs.Þessi ríkisstjórn sem nú er ,tók að sér að þrífa upp eftir óstjórn og óráðsíu fyrri stjórnar.Gefum þessari stjórn tækifæri,er það ekki rétt að hún er búin að sitja í einn mánuð,,?.

Númi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Hún hefur sofið í einn mánuð og dreymt um að koma Davíð frá.

Rauða Ljónið, 25.2.2009 kl. 22:59

3 identicon

Aldeilis góður.

Hinrik Valgeirsson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:02

4 identicon

Þessi stjórn hefir engan frið fengið vegna kjánana í Sjálftökuflokknum.Mikið ósköp eiga Sjáftökuflokksfólk bágt núna.Það tekur tíma að þrífa upp eftir óstjórnina á Íhaldinu.

Númi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:13

5 identicon

Það er rétt að þessi ríkisstjórn hefur ekkert gert til að bjarga heimilunum, fyrirtækjunum eða nokkru öðru enda ekki ætlunin, bara blekking til að koma sjálfum sér að og eina markmiðið að koma seðlabankastjóra úr starfi, já manni sem varaði fyrri ríkisstjórn við hruninu og í þeirri ríkisstjórn voru sömu aðilar og fara með forsæti núverandi stjórnar. Já krafturinn ef kraft skyldi kalla hefur farið í innantómt bull. Finnst einhverjum mótmælanda hann hafa verið hafður að fífli? auðvitað við létum plata okkur eina ferðina enn.

Biggi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:14

6 identicon

Ekki má gleyma því að núna á meðan að við erum með neyðarlán þá ætlar litla stelpan í Menntamálaráðuneytinu að nota 12-20 milljarða í tónlistarhúsið.

Með því bjargar hún náttúrulega 600 störfum hjá ÍAV en mín skoðun er sú að það eru þá mjög dýr störf. Það er sérstaklega fyndið í ljósi þess að Vinstri grænir hafa mikið gagnrýnt álverin og virkjananirnar. Eitt af þeirra sterkari rökum er einmitt það að störfin sem skapast í kringum áliðnaðinn séu svo dýr. Þau gera sér líklega ekki grein fyrir því að á móti tónlistarhúsinu koma engar tekjur og því eru þetta 12-20 milljarðar í kostnað og plús náttúrulega mikill rekstrarkostnaður á húsinu.

Ég sé þetta fyrir mér þegar AGS kemur í heimsókn og þeir spurja okkur, hvernig gengur svo að nota neyðarlánið sem við gáfum ykkur. Já neyðarlánið, við erum búnir að skera fullt niður í heilbrigðisgeiranum en settum 12 milljarða í tónlistarhúsið.

Gunnar Steinn (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Sævar Einarsson

Það eru skuggalega margir með Davíðsheilkennið ! til að þrífa upp skítinn þarf að byrja á því að finna upprunan, þegar það er búið þá er hægt að fara að þrífa og það verður mikill daunn þegar haughúsið er opnað.

Sævar Einarsson, 26.2.2009 kl. 00:43

8 identicon

Stefán Gestsson.....yoga er mjög afslappandi.

Tryggvi Tumi Traustason (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugsanir mínar

Höfundur

Stefán Gestsson
Stefán Gestsson
Bara venjulegur íslenskur fjölskyldufaðir sem er núna hræddur um að vinstri stjórn sé að halda áfram völdum.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 172

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband