24.9.2009 | 01:59
Þessi yndislega vinstri stjórn.
Að horfa á fréttir og lesa blöðin er alveg yndislegt núna. Maður fyllist bjartsýni og trausti á ríkistjórn Íslands. Nei það er nú ekki svo Núna rétt áðan þá var Jón Bjarnason hæstvirtur landbúnaðar og sjávarútvegs ráðherra í Kastljósinu hann gat ekki svarað neinni spurningu án þess að líta skömmustulega undan og kenna starfshóp sínum um að mál sem eiga að vera komin vel á leið eru ekki farin af stað. Jón þú berð ábyrgð á þínu ráðuneyti BERÐU HANA! Núna er síðasta fyrirtækið sem hafði fullan hug á að því að leita eftir olíu á Drekasvæðinu farið og hætt við og jú ástæðan núverandi ríkisstjórn bjó til of flókin og ósanngjörn skattalög. Steingrímur og Jóhanna lofuðu að nú yrðu allt saman breytt frá síðustu ríkisstjórn og allt yrði upp á borðum engu leynt. En núna kemur það í ljós að Steingrímur og Jóhanna eru búin að vita af svari Breta og hollendinga í 2 vikur og eru búin að ljúga blákalt að þjóð og Alþingi.
Málið er ekki að ríkisstjórnin er að taka rangar ákvarðanir hún er ekki að taka neinar ákvarðanir samanber skuldavandamál íbúa þjóðarinnar. Og er það mikið verra heldur en að taka rangar ákvarðanir.
Sýnið nú manndóm og segið af ykkur.
Kveðja
Stefán Gestsson
Um bloggið
Hugsanir mínar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.